Elskaðu mig

Elskaðu mig
Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson

Elskaðu mig – ég mun alltaf elska þig.
Þú ert ást mín fyrsta og eina,
svo ung og barnaleg,
þá ást svo æskuhreina
við eigum, þú og ég.
Ó, farðu ekki frá mér,
ég finna vil þig alltaf hjá mér.

Elskaðu mig – ég mun alltaf elska þig.
Ég þrái þig – og þú munt alltaf elska mig.

Við erum ekki gömul og ekkert höfuð reynt.
Heitar æskuástir yfir fyrnist seint.
Þótt þú farir frá mér,
ég finna mun þig seinna hjá mér.

Elskaðu mig – ég mun alltaf elska þig.
Þú ert ást mín fyrsta og eina,
svo ung og barnaleg,
þá ást svo æskuhreina
við eigum, þú og ég.
Ó, farðu ekki frá mér,
ég finna vil þig alltaf hjá mér.

Og þó að bros þitt blíða
burt sé frá mér nú.
Þú munt þögul bíða
í þolinmæði og trú.
Þú farinn ert frá mér,
en alltaf finn ég þig samt hjá mér.

Elskaðu mig – ég mun alltaf elska þig.
Þú ert ást mín fyrsta og eina,
svo ung og barnaleg,
þá ást svo æskuhreina
við eigum, þú og ég.
Ó, farðu ekki frá mér,
ég finna vil þig alltaf hjá mér.

[m.a. á plötunni Svona var það 1966 – ýmsir]