Anna María

Anna María
Lag / texti: Hjörtur Guðbjartsson / Árni Reynisson

Ást mína ég ætla að sanna, Anna María.
Aðeins þig ég þrái, Anna María.
Þig mig dreymir daga og nætur,
drattast seint á fætur.
Sæta Anna, Anna, Anna, Anna María.

Ef þú velur einhvern annan, Anna María,
mun ég höggva mann og annan, Anna María.
Án þín fer ég út um þúfur,
í mér losna skrúfur.
Ljúfa Anna, Anna, Anna, Anna María.

Finna muntu í mér Anna, Anna María,
ágætastan eiginmanna, Anna María,
allt vil ég þér eftirláta,
öllum bónum játa,
Káta Anna, Anna, Anna, Anna María.

Dýrðarsöng ég syng þér, Anna, Anna María.
Hallelúja, Hósíanna, Anna  María.
Ertu að hlusta á mín hljóðin,
er ég syng þér ljóðin?
Góða Anna, Anna, Anna, Anna María.

[m.a. á plötunni Úrslitalögin í Danslagakeppni Útvarpsins – ýmsir]