Bless

Bless
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ástin mín, ég verð að segja þér
hvað býr í brjósti mér,
svo viltu setjast hér.
Ástin min, ég þreyttur orðinn er
á okkur, mér og þér.
Á taugum brátt ég fer.

Ég yfirgef þig ástin mín,
ég er að missa‘ af lest.
Svo vertu blessuð vina mín,
þú veist að þetta er best.

Ástin mín, ó staldraðu‘ aðeins við,
ég bið um litla bið.
Við skulum semja frið.
Ástin mín, ég gæti‘ ei afborið
að saman hættum við.
Ó bætum sambandið.

Ó, brenndu ekki burt frá mér,
ég brotna hreint í spað.
Ó gerði ég þér eitthvað illt?
Elskan, hvað er að?

Ég elska þig, þú elskar mig,
ó, ekki segja nei.
Ef þú ferð ég vitlaus verð
og veslast upp og dey.

Ó, farðu ekki frá mér burt,
mér finnst svo vænt um þig.
Ó, vertu alltaf hjá mér hér
og haltu fast um mig.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]