Eigingjörn umhyggja

Eigingjörn umhyggja
(Lag / texti: Guðrún Elín Ólafsdóttir / Sverrir Stormsker)

Ég vil læra á gítar
og ég vil verða pró.
Ég vil læra að syngja
alveg eins og Bubbi og Bó.

En pabbi vill að ég verði
víðfrægur prófessor,
segist ekki tala við mig framar
ef gerist ég trúbador,
það sé drulla og slor,
engin framtíð.

Hann segist vel mér vilja
og vinna mér í hag.
Hann virðist ekki skilja
að ég vil velja mitt fag.

Já pabbi og mamma þau vilja
gera úr mér sprenglærða sál
sem komi fram í Kastljósi‘ og fréttum
og leysi öll vandamál,
slökkvi öll heimsins bál.

Ég vil gera það sem
að ég, já ég aðeins vil.
Ég vil aðeins verða
það eitt sem mig langar til.

En alltaf þarf ég að hlusta‘ á
úrtölur, blaður og raus,
að mér sé þetta og hitt fyrir bestu,
ég  viti‘ ekkert í minn haus,
Ég sé þroskalaus,
alveg snarvitlaus.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég kominn á rokk og ról]