Vertu’ ekki að væla

Vertu‘ ekki að væla
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Þegar ég er súr og svekkt
og allt er fúlt og leiðinlegt,
eitt drulludý
og allt er í molum,
kalda kolum.

Og þegar ég er sár og hvekkt
og lífið alveg ömurlegt,
og allir hugsa um sjálfan sig,
þá segi ég við sjálfa mig:

Vertu‘ ekki að væla,
óþarfi‘ að skæla.
Hvað ertu‘ að pæla?
Farðu‘ ekki æla.

Í skólanum er strákaher
sem finnst svo gott að lumbra‘ á mér.
Þeir iðka það,
mig brytja í spað,
þeir merja
mig og berja.

Og sumir reyna‘ að kyssa mig.
ég segi þeim að pissa‘ á sig.
Þeir gelta‘ á mig
og elta mig.
Ég arga og garga,
öskra á svínin:

Drullisti burtu,
farið í sturtu.
Þið eruð lúðar,
algjörir trúðar.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]