Sprengidagar

Sprengidagar
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Mig langar mikið í seríos,
mig langar mikið í ískalt gos,
smákökur, tvíbökur, hákarl og graut,
silunga, hrútspunga, hákarl og naut.
Og þetta allt ég fæ.
Ég bara í það næ,
því allt er til á þessum bæ.

Mig langar mikið í jarðarber,
mig langar mikið í séniver,
í rjóma, sólblóma, andlit og djús,
smjörlíki, bjórlíki og kartöflumús.
Og þetta allt ég fæ.
Ég bara í það næ,
því allt er til á þessum bæ.

Ég segi það satt,
eins og hrútspungur verð ég súr,
ef einhver mér segir
að fara í megrunarkúr.

Mig langar mikið í kókómalt,
mig langar hreinlega bara í allt:
Smá líkjör, gráfíkjur, ritskex og vín,
súpu og rjúpu og glóðarsteikt svín.
Og þetta allt ég fæ.
Ég bara í það næ,
því allt er til á þessum bæ.

Lífið er læri,
lífið er mör,
lífið er saltfiskur,
hvalkjöt og smjör.
Ég geri mér mat úr
öllu sem ég
get gert mér mat úr.
Jú tilgangur lífsins er át.

Ég elska þau dýr sem að eru bright,
en hata þau er að þau eru‘ ekki æt.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]