Láki jarðálfur

Láki jarðálfur
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Komdu‘ út að hrekkja,
komdu‘ út að svekkja fólkið.
Við skulum klekkja
á nágrönnum.
Við skulum spræna
á þæga og væna krakka.
Við skulum ræna
úr búðunum.

Það er svo skemmtilegt að stríða, drengur.
Við megum engan veginn bíða lengur,
klukkan gengur.

Við skulum pota
í rassa á gömlum konum.
Við skulum nota
títiprjón.
Þeim mun sko blöskra,
þær munu fara á taugum,
þær munu öskra
eins og ljón.

Ég heyri í anda í þeim hræðslugólin.
Þær munu missa úr sér heyrnartólin,
fatlafólin.

Við skulum skera
í sundur þvottasnúrur.
Við skulum gera
bjölluat.
Við skulum vera
eins vondir og við getum.
Við skulum skera
á hústjöld gat.

Við skulum hræða fólkið upp úr skónum,
við skulum stríða þessum dónum, Jónum,
kónum, rónum.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og komin á rokk og ról]