Fullorðinn og orðinn fullur

Fullorðinn og orðinn fullur
(Lag / texti: Sverrir Stormsker)

Hvað ertu að steikja hér?
Er verið að leika sér?
Á ekki að leyfa mér
að vera með?

Ég vil engan rugludall,
ég vil engan fullan kall
sem eldar tómt drullumall.
Þú ert peð.

Þú ert eins og álfur út úr hól,
þú ert algjört fatlafól.
Það ætti að setja um hálsinn á þér ól
og teyma þig burt.

Ég er ekki fullkominn
þó að ég sé fullorðinn,
en ég er þó hann pabbi þinn,
vina mín.

Æ, greyið mitt farðu frá,
þig er ekki sjón að sjá.
Þú ert bara svei mér þá
eins og svín.

Þá átt bágt,
þú hugsar fátt.
Þú ert andlegur krypplingur.
Veistu það,
þig ætti að
leggja inn
gamli minn.
Þú ert klepptækur.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]