Heim [2]

Heim
(Lag / texti: Jenni Jóns)
 
Heim, heim, hugur minn leitar,
hjartkært æskunnar vor.
Lék ég mér lítill drengur,
við lækinn minn í klettaskor.

Sólskríkjan söng í runni,
svanir um loftin blá.
Heima, þar öllu ég unni
og þar vill hjarta mitt slá.
Heima, þar öllu ég unni
og þar vill hjarta mitt slá.

Aldrei, aldrei það gleymist,
sem í æsku var.
Þó allt sé lífið breytt,
er minn hugur þar
sem litlu sporin lágu
um laut og mó,
og lóan bjó sér hreiður,
í dalsins ró.

Heim, heim, hugur minn leitar,
hjartkært æskunnar vor.
Lék ég mér lítill drengur,
við lækinn minn í klettaskor.

Sólskríkjan söng í runni,
svanir um loftin blá.
Heima, þar öllu ég unni
og þar vill hjarta mitt slá.
Heima, þar öllu ég unni
og þar vill hjarta mitt slá.
Og þar vill hjarta mitt slá.
 
[af plötunni Elly Vilhjálms – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]