Guðsblús

Guðsblús
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Þú veist að djúpt í þínu hjarta er ennþá einn örlítill guð.
Og þú veist að hann er af því bjarta,
ef þú syndgar þá heyrirðu suð.
Þá samviska þín er að syngja við sofandi innri mann óð.
Við guð minn nú glösum skal klingja,
og kveða hans ljúfustu ljóð.

Ég held oft að guð sé í öllu sem lifir og lífsanda fær.
Í sigurverki svo snjöllu,
að allt sem hann lífgar það grær.
En líf sprettur aðeins af lífi og lífsgeislinn fljúgandi fer.
Ég trúi að hann fagnandi svífi
að lokum úr búknum á mér

Ó guð minn hve oft var ég illur og ónýtur í þessum heim.
Eftir þokur og villur,
og eftir endalaust geim.
Get ég nú setið í friði og hlustað á hjarta mitt slá.
Ég býst við að enginn því tryði,
hve ágætan guð ég á

[á plötunni Mannakorn – Brottför kl. 8]