Lítið blóm

Lítið blóm
(Lag / texti: Jenni Jóns)

Ég á lítið blóm, í bók það er,
blómið sem er vinargjöf frá þér.
Minning geymd um okkar fyrsta fund,
fallegt blóm er prýddi grænan lund.

Eins og gull ég geymi blómið mitt,
glaða milda hlýja brosið þitt.
Enn ég heyri vorsins unaðsóm,
er ég lít mitt fagra litla blóm.

sóló

Eins og gull ég geymi blómið mitt,
glaða milda hlýja brosið þitt.
Enn ég heyri vorsins unaðsóm,
er ég lít mitt fagra litla blóm.
Er ég lít mitt fagra litla blóm.

 [af plötunni Elly Vilhjálms – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]