Berðu ekki lóminn

Berðu ekki lóminn
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
 
Ég horfi á hafið blátt.
Ó, hve hér allt er smátt,
og ég er aðeins agnar peð.
Lítið ólán er,
ég ætti að drekkja mér
og mínum sorgum með.

Lífið er mér leitt,
ég lánlaus er og þreytt.
Hvað fær mína götu greitt?
Þú og aðeins þú,
þú ert mín eina brú
til vellíðunar, ó verðum eitt.

Berðu ekki lóminn,
berðu frekar mig,
það er ég sem angra þig.

Ó, elsku ástin mín,
án þín
er líf mitt Harlem, ég hengi mig.

Aleiga mín er
innsigluð í þér.
Án þín sé ég blátt áfram rautt.
ég held ég myndi hér
í hafið kasta mér
ef það væri ekki blautt.

Misstu ekki móðinn
þó þú missir mig.
Hver vill ekki kyssa þig?

Aleiga mín er
innsigluð í þér.
Þér einum gef ég 10 stig.
 
[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]