Feigð

Feigð
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Sit hér einn og sötra vín,
sortinn byrgir augu mín.
Mér sama er hvort að sólin skín,
mér sama er um allt,
hvort heitt er eða kalt.

Ég ma kallast elliær,
en andi minn er hreinn og tær.
Ég finn að eitthvað færist nær,
sem fangar hverja taug,
sem hafi ég séð draug.

Einhver fjandinn, einhver sýn
að mér hefur sótt.
Ég finn að lífs míns dagur dvín,
dauðinn nálgast hljótt.
Sumarsólin skín,
en senn er komin nótt.

Ég trúi á mig, mín trú er sterk,
ég tilbið hvorki guð né klerk.
Ég kom öllu verð í verk,
sem viljinn býður mér,
hvernig sem allt fer.

Mér er ómótt, mér er illt,
mér er ekki rótt.
Ég finn að lífs míns dagur dvín,
dauðinn nálgast hljótt.
Sumarsólin skín,
en senn er komin nótt.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]