Í bestu súpum finnast flugur

Í bestu súpum finnast flugur
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Margþættur er mannsins hugur.
Í letingjum býr leyndur dugur.
Á spekihjúpum sér í smugur.
Í bestu súpum finnast flugur.

Engin sála sér
hve sjóndöpur hún er.
Hver lifir í sjálfum sér
og sálast einn og sér.

Þú lýtin skalt smækka,
en mikla þinn mátt,
þá mun myrkrið sjálft
bera þér
hvað sem er
í heimi hér.

Orðheldnir sín áform dylja.
Gengi fylgir föstum vilja.

Sigur sá úr býtum ber,
sem trúir á sinn innri her.
Sá sigrar hvaða her sem er,
sem hefur trú á sjálfum sér.

Engin sála sér
hve sjóndöpur hún er.
Hver lifir sjálfum sér
og sálast einn og sér.

Þú lýtin skalt smækka,
en mikla þinn mátt,
þá mun myrkrið sjálft
bera þér
hvað sem er;
Heimsins ljós.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]