Jónas í hvalnum

Jónas í hvalnum
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Þórður Árnason / Þórður Árnason)

Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval,
stórum hval, rosa stórum hval,
Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval
og þá varð honum ekki um sel.

Í Gyðingalandi í gamla daga
hefur Gamla testamentið fyrir satt,
að upp í munn og oní maga
á ógnarstórum hvað hann Jónas datt.

Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval,
stórum hval, rosa stórum hval,
Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval
og þá varð honum ekki um sel.

O – ó, hann hefur fengið nóg,
hann fer aldrei aftur niður‘ að sjó.
O – óheppnin eltir þennan mann,
nú er ókindin búin að éta hann.

Jónas hrópaði‘ eins hátt og hann gat
og til himna loksins neyðarkallið barst,
já það er dagsatt að hann var orðinn desperat
þegar Drottinn í leikinn skarst.

Hann skipaði þá hvalnum að koma‘ upp úr sjónum
og kasta honum Jónasi á þurrt,
í iðrum hvalsins hafði‘ hann iðrast nóg
og átti rétt á því að komast burt.

Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval,
stórum hval, rosa stórum hval,
Jónas lenti‘ í maganum á stórum hval
og þá varð honum ekki um sel.

[Stuðmenn [óútgefið]]