Hanarnir tveir

Hanarnir tveir
(Lag / texti: erlent lag / Þórarinn Hjartarson)

Heyrist gal hanans svarta
verður dimmt og deginum lýkur.
En er rauða hanans glymur gal
þá glaðnar og nóttin víkur.

Viðlag
Syng, enginn mun heyra.
Taktu vindur minn söng sem engu nær eyra.
Syng, hvað get ég meira.
Vindinum eigna ég söng minn sem engir heyra.

Og þeir mættust í hólmgöngu harðri,
í húfi var líf eða dauði.
Svarti haninn með spora og hlíf,
en hugrekkið eitt á sá rauði.

Viðlag

Svarti hani hrósaðu sigri,
þú veist ekki dóm þinn að vonum.
Sá rauði að síðustu sigra mun,
því sólin stendur með honum.

Viðlag

Svarti fugl flærðar og svika,
frá gulli er kominn þinn kraftur.
En rauði haninn þig hræðist ei,
þið hittist fljótlega aftur

Viðlag

[af plötunni Kristín Ólafsdóttir – Á morgun]