Farfuglar

Farfuglar
(Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundarson)
 
Sól og blíða bæta skapið,
brosir vorið hlýtt mót ströndum,
fáum loks að fagna aftur
fuglunum úr suðurlöndum.

Farfuglar, farfuglar
fögnuð vekja alls staðar.
Farfuglar, farfuglar
fögnuð vekja alls staðar.

Lóa, heiðagæs og lundi,
langvía með vængi þanda,
keldusvín og oddhvass kjói,
krían herská mjög að vanda.

Farfuglar, farfuglar
fögnuð vekja alls staðar.
Farfuglar, farfuglar
fögnuð vekja alls staðar.

Máríuerlan öll á iði
ótt hún trítlar stutta spretti,
sísveiflandi stéli stóru
stundum óttast þrastar pretti.

Þrösturinn, þrösturinn,
þraukar líka veturinn.
Þrösturinn, þrösturinn,
þjóðar frægi söngvarinn.

Trúkkí, trúkkí, trúkkí, trúkkí,
Trúkkí, trúkkí, trúkkí, trí
Allir þekkja þrastasönginn
þegar kemur vor á ný.

Sól og blíða bæta skapið,
brosir vorið hlýtt mót ströndum,
fáum loks að fagna aftur
fuglunum úr suðurlöndum.

Spói, tjaldur, heiðasnípa,
hrossagaukur leitar fanga
heldur út á maðkamiðin
mjög þá hneggjar nefið langa.

Farfuglar, farfuglar
fögnuð vekja alls staðar.
Farfuglar, farfuglar
fögnuð vekja alls staðar.

Trúkkí, trúkkí, trúkkí, trúkkí,
Trúkkí, trúkkí, trúkkí, trí
Allir þekkja þrastasönginn
þegar kemur vor á ný.
 
[af plötunni Katla María – Katla María syngur spænsk barnalög við íslenzka texta Guðmundar Guðmundarsonar]