Fyrsti maí

Fyrsti maí
(Lag / texti: Sigursveinn D. Kristinsson / Jóhannes úr Kötlum)

Yfir fjöll, yfir sveitir og sanda,
nú suðrænir vindar þjóta.
Úr hömrunum hengjur falla
og hlaupaskriður leið sér brjóta.
Nú veður í hjarnskaflinn harða,
þar sem hvergi sást áður spor,
og klakinn hann grætur af klökkva.
Það er komið sólskin og vor.

Út um byggðirnar byltingin fossar,
og brennandi löngun hins veika
með lifandi loftinu streymir,
en lögmálsverðirnir reika.
Til réttar æ þéttar er risið
og reynt á hið vaxandi þor,
því klakinn er tekinn að klökkna
og komið sólskin og vor.

[af plötunni Maíkórinn – Við erum fólkið]