Ég bið um söng og sólskin

Ég bið um söng og sólskin
(Lag / texti: erlent lag / Steindór Sigurðsson)

Ég syng af þrá út í sólskinið hvern dag,
þau seiða nú vordægrin löng.
Nú yrkir sólþeyrinn yndisdraumalag.
Heyrið ástþyrstan smáfuglasöng.
Þá bjart skín sól hver mín hugsun héðan fer
um höfin og leitar til þín.
Þó Bleikur gamli hann bíði nú hjá mér,
brosa skal ég ef að sólin skín.
Sólin vekur söngþrá,
ég söðla bráðum jó.
Burt við glaðan söng vil ég bleikum hleypa þá
inn í blámyrkvaðan Húmlandaskóg.

[engar upplýsingar um útgáfu]