Ég skal bíða þín

Ég skal bíða þín
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Ég skal bíða þín og bið þú komir heim,
ég skal brosa gegnum tárin.
Ég skal bíða þín og bið þú komir heim,
þá mun birta af degi’ á ný.

Á sumardegi sá ég þig
á meðan sungu fuglar dátt og léku sér.
Á sumardegi sá ég þig
og þá kom sólin og brosti blítt við mér.

Um sumarkvöld þú gafst mér koss,
í þínum kossi ég bæði ást og unað fann.
Um sumarkvöld þú gafst mér koss
og þar var kossinn sem mér á vörum brann.

Ég skal bíða þín og bið þú komir heim,
ég skal brosa gegnum tárin.
Ég skal bíða þín og bið þú komir heim,
þá mun birta af degi’ á ný.

Um vetrarkvöld mig dreymir draum:
í honum dveljum við saman tvö, ó ástin mín.
Um vetrarkvöld mig dreymir draum
og þá í draumi þú kemur heim til mín.

Ég skal bíða þín og bið þú komir heim,
ég skal brosa gegnum tárin.
Ég skal bíða þín og bið þú komir heim,
þá mun birta af degi’ á ný.

[af plötunni Svanhildur og Hljómsveit Ólafs Gauks – [ep]]