Mér líður betur

Mér líður betur
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Benediktsson)

Einmana og döpur oft ég áður var,
tók vart eftir því er fyrir augu bar.
Og í lífsins glaum,
fékk ég ekki uppfylltan minn draum.
Þó þú trúir ei mér,
fann ég aldrei hamingju fyrr en við kynni af þér.

Því mér líður betur,
hjá þér vinur.
Þú einn getur
opnast hulin draumalönd, hulin draumalönd.

Ég gleyma vil helst öllu er áður brást,
því nú dreymir mig um hamingju og ást.
Allt er orðið breytt,
það sem áður kól, virðist nú heitt.
Þig ég elska svo heitt,
aðeins þú einn getur mér gleði og hamingju veitt.

Því mér líður betur,
hjá þér vinur.
Þú einn getur
opnast hulin draumalönd, hulin draumalönd.

En mér leiðist biðin, mér leiðist biði,
þó ég viti vel að þú einn ert ætlaður mér.

Því mér líður betur,
hjá þér vinur.
Þú einn getur
opnast hulin draumalönd, hulin draumalönd.

[af plötunni Erla Stefánsdóttir – Erla [ep]]