Mér er sama

Mér er sama
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Ég þarf ekki þig að vilja,
eða skilja,
nótt né dag,
ég bara vil þér ylja,
á því kann ég nokkuð gott lag.

Ég þarf ekki þig að fæða
eða klæða,
nótt né dag,
en ég get gert þig skæða,
á því kann ég nokkuð gott lag.

Mér er sama um uppeldið á þér
og þitt nám,
mér er sama, hvort þú ert hjá mér
hress eða rám.
Það, sem þér er meðfætt
ég langbest tel,
því að þú vel
berð með þér ýmsa afbragðskosti.

[af plötunni Júdas – [ep]]