Komdu heim

Komdu heim
(Lag / texti: Jóhann G. Jóhannsson)

Vina, þú veist að ég elska þig,
komdu því heim.
Ég veit að þér líður eins og mér,
komdu því heim.
Þér líður eins og mér,
komdu heim.
Lifum í nótt, látum rökkrið hlýða á,
gefum hvort öðru allt, sem gefa má, elskumst þá,
látum rökkrið hlýða á.

Lífið er svo stutt,
það eyðist burt,
við eldumst fljótt,
það kemur nótt
eftir nótt…
Lifum því nótt, látum rökkrið hlýða á,
gefum hvort öðru allt, sem gefa má,
látum rökkrið hlýða á.

[af plötunni Óðmenn – [ep]]