Kvöldljóð

Kvöldljóð
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Valtýsson)

Er ég mér að hvílu halla og húmað er,
ástmynd þín yndisfögur, rís æ í huga mér.
Og óðar er ég blunda, og augum lyk um sinn,
þá læðist létt og smýgur hún ljúf inn í drauminn minn.
Sú draummynd dýr ei bliknar, þótt bregði’ ég næturblund.
Ég hana ber í hjarta að hinstu ævistund.
Ég hana ber í hjarta að hinstu ævistund.

[engar upplýsingar um útgáfu]