Ég bið fyrir þér

Ég bið fyrir þér
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon, Tómas Tómasson, Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason / Þórður Árnason og Valgeir Guðjónsson)

Ég bið fyrir þér þegar byrjar að hvessa
og bátur lífs þíns stígur krappan dans.
Ég bið fyrir þér, megi allar vættir blessa
bátsför þína – jafnt til sjós og lands.

Þú átt mig að er á þig sækja sorgir
og svartsýnin þig næstum bugað fær.
Þú átt mig að er allar skýjaborgir
á þig hrynja, bæði fjær og nær.

Öllum mínum sterkustu straumum
stefni ég til þín,
mig dreymir í öllum mínum draumum
að dag einn þú komir til mín.

Upp styttir él og andstreyminu linnir
og allskyns góðir hlutir fara að ske.
Upp styttir él, ég óska að þú finnir
ávöxt þíns hjarta, á lífsins mikla tré.

Öllum mínum sterkustu straumum
stefni ég til þín,
mig dreymir í öllum mínum draumum
að dag einn þú komir til mín.

Öllum okkar sterkustu straumum
stefnum við til þín,
öllum okkar sterkustu straumum
stefnum við til þín…

[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]