Landbúnaðar-Lísa
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)
Miðað við minn einfalda smekk þá eruð þið ókei,
svona afkastagírugar, vaðandi töðunni‘ í hné.
Löðrandi‘ af svita‘ úti‘ í flekk að hirða í súrhey
sem sauðnautum verður á þorranum látið í té.
Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-Lísa.
Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-Sigga,
Dugnaðar-, du, du, du, du, du, Dugnaðar-Dísa,
ljósmynd af ykkur, ljósmynd af ykkur
alveg skilyrðislaust – ætti‘ að birtast í Frey.
Ég finn hvernig berst fyrir vit mér úr krikum og krókum
svo kostuleg mannaþefsblanda að unun er að.
Svoleiðis lykt hélt ég bara að væri í bókum
af bullsveittri austantjaldsalþýðu á leiðinni‘ í bað.
Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-Lísa.
Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-Sigga,
Dugnaðar-, du, du, du, du, du, Dugnaðar-Dísa,
ljósmynd af ykkur, ljósmynd af ykkur
alveg skilyrðislaust – ætti‘ að birtast í Frey.
sóló
Standandi í slægjunni á þvílíkum þjóðþrifadegi
er þarflegt að hugsa um landbúnað Íslandi á,
leiðara‘ um kvóta og búmark í DV og Degi,
og hvort dáfríðar tvílembur skulu vera af eða á.
Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-, Landbúnaðar-Lísa.
Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-, Súrheys-Sigga,
Dugnaðar-, du, du, du, du, du, Dugnaðar-Dísa,
ljósmynd af ykkur, ljósmynd af ykkur
alveg skilyrðislaust – ætti‘ að birtast í Frey.
[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]