Enginn er eins

Enginn er eins
(Lag / texti: Egill Ólafsson)

Því að enginn er eins, allir eru einstakir,
því að enginn er eins, enginn er eins.
Það er ekki til neins að negla stóra sannleikann,
það er ekki til neins, því enginn er eins.
Því að enginn er eins.

Einn hefur yndi af þróttmiklum söng,
annar vill staðreyndahjal,
sumir, þeir þræða einstigin þröng
en aðrir fara meðalveg.
Þar á meðal þú og ég.

Því að enginn er eins, allir eru einstakir,
því að enginn er eins, enginn er eins.
Það er ekki til neins að negla stóra sannleikann,
því að enginn er eins.
Því að enginn er eins.

Finnum blóðið heitt, svo heitt,
finnum, finnum það renna í eitt.

Einn er um nætur, allt annað er hjóm,
annar vill hábjartan dag,
sumir í siglingu áranna án,
en aðrir, aðrir standa í stað
og ennþá aðrir eru alltaf að.

Því að enginn er eins, allir eru einstakir,
því að enginn er eins, enginn er eins.
Það er ekki til neins að negla stóra sannleikann,
það er ekki til neins, því enginn er eins.

Finnum blóðið heitt, svo heitt,
finnum, finnum það renna í eitt.
Finnum blóðið heitt, svo heitt,
finnum, finnum það renna í eitt.

[Af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]