Baktal

Baktal
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)
 
Í þjóðfélagi nútímans er þarflegt og brýnt
að þjálfa sína náðargáfu, heilagt og sýknt.
Ég á mér æðisgengið áhugamál,
ég illa tala um náungann af líkama‘ og sál.

Það besta sem ég veit er að baktala fólk,
baktala, baktala, baktala fólk,
það besta sem ég veit er að baktala fólk,
baktala, baktala fólk.
Jabba ra ra ra ra
– ra ra jabba ra ra ra ra ra ra jabba ra ra rara
– ra ra jabba ra ra ra ra ra ra jabba ra ra rara.

Ég þekki mann sem þekkir mann sem náþekkir mann,
hann þekkir systur frænda hans sem kannast við hann.
Hann hefur góðar heimildirnar fyrir því
að hann fari‘ alltaf drukkinn á fyllerí.

Það besta sem ég veit er að baktala fólk,
baktala, baktala, baktala fólk,
það besta sem ég veit er að baktala fólk,
baktala, baktala fólk.
Jabba ra ra ra ra
– ra ra jabba ra ra ra ra ra ra jabba ra ra rara
– ra ra jabba ra ra ra ra ra ra jabba ra ra rara.

Hann er fastur í farinu gamla,
fraukelsið byrjað með öðrum að damla.
Mæddur hann hlustar á Motown og Tamla,
í mógröfum Ónanis kýs hann að svamla.

Það besta sem hann veit er að baktala fólk.
Haddería og haddera, haddería og haddera.

Ja, hætt er við að lífið yrði blúsað og bágt
ef baktal legðist af, það næði‘ ei nokkurri átt,
ég tala í það minnsta illa‘ um einn mann á dag,
það eykur matarlyst og kemur hægðum í lag.

Það besta sem ég veit er að baktala fólk,
baktala, baktala, baktala fólk,
það besta sem ég veit er að baktala fólk,
baktala, baktala fólk.
Jabba ra ra ra ra
– ra ra jabba ra ra ra ra ra ra jabba ra ra rara
– ra ra jabba ra ra ra ra ra ra jabba ra ra rara.

Hann er fastur í farinu gamla,
fraukelsið byrjað með öðrum að damla.
Mæddur hann hlustar á Motown og Tamla,
í mógröfum Ónanis kýs hann að svamla.
(x3)

[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]