Mikki

Mikki
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir)

Ég skrapp á El Sombrero og fékk mér einn búrrító.
Er á kjötmaukinu kjamsaði mér kom í hug sagan
um hinn bandaríska æskumann, Mikjál Rockefeller
sem starfaði við rannsóknir fornleifa við Amazon.
Þar borða menn með bestu lyst búka sinna fjenda
og lífið hafa margir misst er í mannætunum lenda.

Ba ra ba ba ba ri bi ri Mikki ba ba ba ba ba hvar ertu.
Ba ra ba ba ba ri bi ri Mikki ba ba ba ba ba hvar ertu.

Áðurnefndur Mikjáll þó mjög fór dult með viðbjóð sinn
á villimennsku þeirri er viðgekkst þarna í skóginum.
Hann ötull sinnti greftrinum á ýmsum völdum skikum
hvar fornminjar á finna gat í frumskóginum myrkum.
Þar borða menn með bestu lyst búka sinna fjenda
og lífið hafa margir misst er í mannætunum lenda.

Ba ra ba ba ba ri bi ri Mikki ba ba ba ba ba hvar ertu.
Ba ra ba ba ba ri bi ri Mikki ba ba ba ba ba hvar ertu.

Um ferðir Mikjáls fréttist ei foreldra- í -húsum
þar til ótíðindin bárust þess efnis að hinn ungi sveinn hafnað hefði í kjötkatli.
Úr órum mínum upp ég hrökk er eigandinn mér birtist.
Hann bauð mér annan búrrító en ég borgaði bara reikninginn og kvaddi El Sombrero.
Þar borða menn í bestu trú búrrító er svengir,
þar innbakaðir eru nú eðalbornir drengir.

Ba ra ba ba ba ri bi ri Mikki ba ba ba ba ba hvar ertu.
Ba ra ba ba ba ri bi ri Mikki ba ba ba ba ba hvar ertu.

[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]