Leysum vind

Leysum vind
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason)

Það er allt fullt af fólki sem fer aldrei á kreik
og sér sér ekki fært að og hefur aldrei lært að
líta glaðan dag.
Ef einhver er í fýlu og annar kannski í steik,
þá er ég með lítið námskeið sem kippir þessu strax í lag.

Við komum saman og leysum vind,
tökum tappann og drekkum af stút,
leysum vind og loftum ærlega út,
leysum vind, tökum æði og förum í ham,
það er óþarfi að tárast þegar meðalið klárast,
ég sæki annan fimm lítra kút.

Aðferðin er einföld og alveg útspekúleruð
en ég hef alltaf haft þá stefnu og geng að því sem gefnu
að ég geti komið fólki í stuð,
og þeir sem ekki nenna á námskeiðið hjá mér
neyðast til að eiga mig á fæti þar sem eftir er.

Við komum saman og leysum vind,
tökum tappann og drekkum af stút,
leysum vind og loftum ærlega út,
leysum vind, tökum æði og förum í ham,
það er óþarfi að tárast þegar meðalið klárast,
ég sæki annan fimm lítra kút.

Við komum saman og leysum vind,
tökum tappann og drekkum af stút,
leysum vind og loftum ærlega út,
leysum vind, tökum æði og förum í ham,
það er óþarfi að tárast þegar meðalið klárast,
ég sæki annan fimm lítra kút.

Leysum vind,
tökum tappann og drekkum af stút,
leysum vind og loftum ærlega út,
leysum vind, tökum æði og förum í ham,
það er óþarfi að tárast þegar meðalið klárast,
ég sæki annan fimm lítra kút.

Það er óþarfi að tárast þegar meðalið klárast,
ég sæki annan fimm lítra kút.
Það er óþarfi að tárast þegar meðalið klárast,
ég sæki annan fimm lítra kút.
 
[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]