Stemmum stigu

Stemmum stigu
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason)

Um þjóðgarðinn voru áður ort
ágæt ljóð og vísur snjallar,
þá var sérhver planta af prima – sort
og pláss fyrir þær allar
en hverslags er þetta, hvað er á seyði
og hvernig má þetta ske?
Allskonar kvistir af kynlegum meiði
eru að kæfa okkar íslensku tré.

Stemmum stigu – í tæka tíð,
stemmum stigu – ár og síð.
Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold
á eldgömlu Ísafold.

Reytum arfann – í tæka tíð
ræktum garðinn – ár og síð
já íslenskar jurtir í íslenskri mold
á eldgömlu Ísafold.

Á austrænu kjarri og afrískum njóla
innflutning stöðva nú skal,
þetta vex eins og arfi út um hæðir og hóla
og hylur brátt engi og dal.

Stemmum stigu – í tæka tíð,
stemmum stigu – ár og síð.
Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold
á eldgömlu Ísafold.

Reytum arfann – í tæka tíð
ræktum garðinn – ár og síð
Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold
á eldgömlu Ísafold.
Á eldgömlu Ísafold.
Á eldgömlu Ísafold.

[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]