Tvöfalda bítið

Tvöfalda bítið
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)

Þegar ég var bara smábarn voru ungir menn á Englandi
að finna upp nýjan takt sem kenndur var við tvöfeldni.
Ég heyrði hann í útvarpinu, hljóp og keypti plötuna,
stillti fóninum í gluggann og þandi fyrir götuna.

Ég þandi tvöfalda bítið – tvöfalda bítið.

Hljómsveitir um gjörvallt land æfðu daginn út og inn
og bassatrommufóturinn var mikilvægasti útlimurinn.
Á blómajökkum Sighvatsbræður taktinn slógu af kostgæfni
og Suðurnesjabítlar þóttu sýna mikla fjölhæfni,
Tvöfalda bítið – tvöfalda bítið.
Tvöfalda bítið – tvöfalda bítið.

sóló

Er hér var komið mannkynssögu sungu menn um ást og frið,
Östlund hætti í Hljómum og Engilbert tók aftur við.

sóló

Þeir trommarar sem náðu ekki bítinu þeir þóttu núll og nix,
helstu talsmenn bítsins voru Jökullinn og Árni í Trix,
þeir þöndu tvöfalda bítið – tvöfalda bítið.
Tvöfalda bítið – tvöfalda bítið.
Tvöfalda bítið – tvöfalda bítið.
Bítið!

[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]