Láttu mig gleyma

Láttu mig gleyma
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Jakob F. Magnússon og Þórður Árnason / Þórður Árnason)
 
Láttu mig muna hvar ég var í gær,
láttu mig muna, Alfaðir kær,
láttu mig gleyma hvar ég er,
ég sofnaði heima en vaknaði hér.

Við hlið mér er kona, ef vel er að gáð
og ég bara‘ og vona að hún vakni ekki í bráð,
ég hefi aldrei áður séð þessar tær,
var ég allsgáður er ég háttaði‘ í gær.

Hvar var hann, hvar er hann,
hvert fer hann og hver er hann þessi kavaler?
Er hann kannski að rumska núna undir sænginni hjá þér?
Er hann að gleyma hvort hann er heima
eða að heiman frá sjálfum sér?

Nei sjáið, hann er vaknaður
og núna vill hann ólmur fara á rólið.
Það vantar eitthvert ráð til þess að
halda þessum nátthrafni við bólið.

Sóló

Hvar var hann, hvar er hann,
hvert fer hann og hver er hann þessi kavaler?
Er hann kannski að rumska núna undir sænginni hjá þér?
Er hann að gleyma hvort hann er heima
eða að heiman frá sjálfum sér?
Eða að heiman frá sjálfum sér?
Eða að heiman frá sjálfum sér?

[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]