Einsi kaldi úr Eyjunum

Einsi kaldi úr Eyjunum
(Lag / texti: Jón Sigurðsson)

Ég heiti Einsi kaldi úr Eyjunum,
ég er inn undir hjá meyjunum
og hvar sem ég heiminn fer
þær horfa á eftir mér.
Ég hef siglt um höfin hrein og blá
og hitt þær bestu Spáni á.
Þær slógust þar um mig, einar þrjár
með alveg kolsvart hár.

viðlag
Tra la la… úti á sjónum er mitt líf.
Tra la la… en í landi ást og víf.

Ég var lengi í kóngsins Kaupinhöfn
og kannski gæti ég fáein nöfn,
látið þig fá ef langar þig
og laglega biður mig.
Og þaðan fór ég til Þýskalands
og þar lenti ég í meyjafans
því allar vildu þær eiga mann
og maðurinn – ég var hann.

viðlag

Og austur á fjörðum eitthvert kvöld
ég álpaðist í töðugjöld.
Ég bjargaði mér fyrir björgin dimm
því þær báðu mín einar fimm.
Í Borgarfjörðum brá ég mér
á ball, rétt eins og gengur hér.
Þar hópurinn allur horfði á mig
og hver vildi reyna sig.

viðlag

Hvort sem ég á leiðir út með sjó
til austurheims eða Mexíkó,
hvort særok er eða siglt í blæ
mér er sama hvar ég ræ.
Því ég veit að hvar sem um ég fer
bíða meyjarnar allar eftir mér
en hugsi þær um hjónaband,
í hasti ég flý í land.

viðlag

[m.a. á plötunni Óðinn Valdimarsson – Er völlur grær]