Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni á ágústkvöldi
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Einu sinni á ágústkvöldi,
austur í Þingvallasveit,
gerðist í dulitlu dragi,
dulítið sem enginn veit
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inni í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa rökkurveg,
við saman munum geyma þetta
ljúfa leyndarmál,
landið góða, þú og ég.

[m.a. á plötunni Strákarnir okkar – ýmsir]