Eitt og eitt

Eitt og eitt
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Eitt það leiðir annað af sér.
Þó við óskum og vonum
fer sem fer.
En við öllum spurnum er eitthvert svar.
Heitur eldur endar sem kulnað skar.

Tjaldið fellur, tíminn er frár.
við þó taka af árum
önnur ár.
Og við brýnum að nýju bit í ljá,
– undirbúin leggjum brattann á.

Öll við tæmum glösin
– eitt og eitt.
Gildir einu hversu vel er veitt.
Og við endurtökum ekki neitt.

Sólin sekkur hafið í.
En hún skín á morgun
björt og hlý.

Öll við fellum laufin
– eitt og eitt.
Fáum gott sem engu þar um breytt.
Og við endurtökum ekki neitt…

…nei við endurtökum ekki neitt.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sól um nótt]