Eitt sinn

Eitt sinn
(Lag / texti: Sálin hans Jóns míns / Guðmundur Jónsson)

Komdu sæll og blessaður,
ertu mættur enn og aftur vinur.
Líttu inn því hér er hlýtt,
við önnumst um þig hvað sem á þér dynur.
Viltu gleyma stað og stund,
til þess hef ég efnin sterk og veik.
Viltu losta eða ást,
undirgefin bregðum við á leik.

viðlag

Þú ert flæktur í minn vef,
alltaf bætist við í mína hjörð,
engin leið að komast út.
Viljinn búinn – Eins og sviðin jörð,

eitt sinn varstu á réttri braut.
Eitt sinn blasti við þér framtíð björt.
Nú er sálin oðin mín,
ein af mörgum, – bætist til mín ört.

Er það satt sem ég hef heyrt
– að þú ráðir ekki við þig lengur.
Fórnir öllu fyrir fíkn,
sem sjálfsagt verður brátt minn fengur.
Mannsins eðli það er veikt,
á því hef ég bæði tögl og hagldir.
Ég hef löngum þefað upp
brestina – Og hvar þeir eru faldir.

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Þessi þungu högg]