Eitthvað undarlegt

Eitthvað undarlegt
(Lag / texti: Ríó tríó og Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Það skeði í gærkvöld eitthvað mjög svo undarlegt
sem ég aldrei skilið fæ.
Það gerði líf mitt allt svo nýtt og ótrúlegt
og ég skil ei hvað er komið hér af stað
en eitthvað hefur undarlegt skeð.

Unglingur ég var á ferð um ókunn lönd
þegar augun tóku að sjá,
fjarri öllum þeim sem veittu verndarhönd,
þegar eitthvað bjart og ókunnugt mig snart
og eitthvað hafði undarlegt skeð.

viðlag
Skil ei enn vel hvað vakir fyrir mér,
veit þó samt að minn hugur núna sér
draumablik daga nýrra, undralönd ævintýra.

Hvort ég lifi annan dag og hvar hann er
og hvernig  veit ég ei.
Og hvort ég verð á heimleið eða ennþá hér,
ég sagt ei fæ en samt ég glaður hlæ
en eitthvað hefur undarlegt skeð.

viðlag

[á plötunni Ríó tríó – Allt í gamni]