Þú ert mitt sólskin

Þú ert mitt sólskin
(Lag / texti: erlent lag / höfundur ókunnur)

Þú ert mitt sólskin, mín ástin eina,
þú ert mín gleði, þótt byrgi sól.
Ég má ei hug mínum lengur leyna,
ó, lífs míns dís, í bláum kjól.

Er veður kólna og kolin hækka
í kytru minni er alltaf hlýtt.
Er stríði lýkur og stormar lækka,
ég stórt hús byggi okkur nýtt.

Í ástardraumum ég aleinn vaki,
og öll mín kvæði ég helga þér.
Og bið þess aðeins að enginn taki
til Englands sólskinið frá mér.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Nú er Gyða á gulum kjól]