Miranda

Miranda
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Gíslason)

Nú klæðist möttli grænum grund,
nú glóir vogur, brosir sund,
og allt er fullt af fuglasöng
og fögur kvöldin, björt og löng.

En samt, Míranda, án þín er
þó ekkert vor né ljós hjá mér,
því jafnvel vorinu’ uni’ ég ei,
ef ertu fjarri, kæra mey.

Svo létt og kát sem lindin tær,
svo ljúf og þýð sem vorsins blær.
Kom brátt ef sé ég brosa þig,
þá breytist allt í kringum mig.

Já, kom þú hingað halla þér,
mín hjartans mey, að brjósti mér,
þá verður ljúft og létt hvert spor
og lífsins stundir eilíft vor.

[m.a. á plötunni Sigurður Skagfield – Miranda / Sverrir konungur [78 sn.]]