Framtíðardraumar

Framtíðardraumar
(Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson)

Ef ég tilskildum námsþroska næ
og ég nafnbætur hjúkkunnar fæ
munu langþjáðir sjá
mig og langa að fá
jafnvel lasnir mig þrá -tral-la-la.

Allur spítalinn mænir á mig.
Sérhver maður fær óró í sig,
ef ég svíf honum frá
eða sest honum hjá
jafnvel sjúkir mig þrá -tral-la-la.

Þegar læknirnir leitar á mig
kemst mín löngun á hættulegt stig
en mitt dyggðuga já
fær minn draumaprins þá
jafnvel dauðir mig þrá -tral-la-la.

Kannski fer ég þó fljótar í verð
ef ég flugfreyja girnileg verð,
og þá slepp ég við sár,
og þá slepp ég við pár
eða slys eða fár -tral-la-la.

Ofar skýjum ég skín þá sem sól
fyrir skyldustörf mín fæ ég hól
fyrir litfagurt skinn,
fyrir limaburð minn,
fyrir lítilþægt sinn -tral-la-la.

Framtíð lífs mín er lánsöm og frjó,
hún er læst inni í höll út við sjó,
hún er bíll, hún er dans,
hún er boðorð mins manns,
ég verð barnsmóðir hans -tral-la-la.

[af plötunni Áfram stelpur – úr söngleik]