Ég get þig ekki glatt

Ég get þig ekki glatt
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Mér finnst það leitt
að geta‘ ekki neitt
gert fyrir þig, ég er staur.
Ég segi þér
alveins og er:
Ég má ei missa aur.

Ég segi þér hreina satt,
ég milljónir greiði í skatt.
Ég betla í minn kúluhatt.
Ég get þig ekki glatt.

Mér finnst það leitt,
ég lán get ei veitt,
því miður, því er ver.
Ég segir þér:
Ég aðeins er
örsnauður milljóner.

Ég segi þér hreina satt,
ég milljónir greiði í skatt.
Ég betla í minn kúluhatt.
Ég get þig ekki glatt.

Ég lifi spart,
á ekki margt,
er ekki smart,
útlitið er svart.
Eign mín er smá,
ég aðeins á
verksmiðjur,
stóriðjur,
áhyggjur.

Ég þér treysti,
þér alveg treysti,
það er ekki það.
Ég þig ei blekki,
ó, ég á ekki
neitt víxileyðublað.

Ég á jú bíl,
ég gerði díl
við mann með viskyvoice,
um gamlan skrjóð,
kominn úr móð,
af gerðinni Rolls Royce.

Ég segi þér hreina satt,
ég milljónir greiði í skatt.
Ég betla í minn kúluhatt.
Ég get þig ekki glatt.

Dóttir mín kær
fékk nú í gær
frá mér í afmælisgjöf
eitt frystihús,
smá bankalús,
píanó,
vídeó,
stúdíó.

Þú sérð að það er lítið afgangs,
ég veit þú skilur mig.
Þú veist ég myndi, ef ég gæti,
gera allt til að aðstoða þig.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]