Þú ert eini vinur þinn

Þú ert eini vinur þinn
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
 
Þú leiðir einhvern á leið
svo leiðin verði greið,
gefum blindum sýn,
leggur einhverjum lið,
þið labbið hlið við hlið,
en aðeins stutta stund,
því maður sem að sér
synjar fylgd með þér
og burtu fer.

Þú sýnir sanna dyggð,
þú sýnir hreina tryggð,
verður einhverjum stoð,
greiðir götu manns,
þú geldur velviljans,
því eftir augnablik,
ég segi þér satt,
þú ferð á því flatt,
uppskerð pretti og svik.

Hverfulleikinn er
hið eina varanlega hér.
Ekkert  stendur í stað.
Allt sem að kemur það fer,
burtu fer,
burtu fer,
burtu frá þér.

Af vinum áttu nóg,
en engan áttu þó.
Þú stendur alltaf einn.
Einni svipan í
þú áttar þig á því
að þú átt ekki neinn.
Vittu væni minn:
Þú ert eini,
eini vinur þinn.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]