Komdu með

Komdu með
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Komdu með mér í partíið,
taktu til á þér andlitið.
Ekki vera með vol og víl,
gargaður frekar á leigubíl (strax, nú strax).
Ó, komdu með, það kætir gerð,
ó, komdu, ég í seðlum veð.

Hoppum og verum kát,
skoppum við Twist and shout,
stoppaðu harmagrát
og komdu þá með mér.

Sparslaðu upp í hrukkurnar
og settu upp í þig tennurnar.
Reyndu að girða, og vertu snar,
brjóstin ofan í buxurnar.
Ó, komdu krútt, það verður fútt,
ó, ég skal gefa þér Djúsífrútt.

Hoppum og verum kát,
skoppum við Twist and shout,
stoppaðu harmagrát
og komdu þá með mér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]