Alls staðar er fólk

Alls staðar er fólk
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Hve hátíðlegt er heimsins slekt,
heimskt og leiðitamt,
svo gáfnatregt og lúalegt,
svo lúmskt og íhaldssamt.

Mjög er normalt mannfólkið
og mett af bábyljum.
Svo þungbúið er þetta lið
og þröngsýnt með afbrigðum.

Samt er nákvæmlega sama hvert ég fer,
já sama hvar ég er,
alls staðar er fólk.
Hvar í veröldinni, hvar í heimi hér
einn mannlaus staður er?
Alls staðar er fólk.
Það þarf alltaf einhver fjandinn að vera á ferð:
Upp á öræfum, í óbyggðum, í frumskógum,
ó, alls staðar er fólk.

Fúlmennska og fáfræði,
fordómar og heift
og siðprýði og sljóleikiÍ sálu fólks er greypt.

Já, mannfólkið er lygilegt,
lygið, falskt og bælt,
svo ári trekkt og alvarlegt,
svo öfundsjúkt og spælt.

Samt er nákvæmlega sama hvert ég fer,
já sama hvar ég er,
alls staðar er fólk.
Hvar í veröldinni, hvar í heimi hér
einn mannlaus staður er?
Alls staðar er fólk.
Það þarf alltaf einhver fjandinn að vera á ferð:
Upp á öræfum, í óbyggðum, í frumskógum,
ó, alls staðar er fólk.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]