Þú leiddir mig í ljós

Þú leiddir mig í ljós
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Þú sem ert fallinn frá,
ert farinn, kominn að ós;
Líf þér ég launa á,
þú leiddir mig í ljós.

Trú mína og tálsýnir
þú tókst og fleygðir á bál.
Ískaldur eldur þinn
enn yljar minni sál.

Vinur minn, kæri vinur minn,
í bakkann reynir hver að klóra,
sagðir þú og ég sé það nú
að lífsins tilgangur er að tóra.

Ljóst það er lýsti mér
til lífs, á sannleikans veg,
líf það er leiddi mig
í ljós, er orðið ég.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hinn nýi íslenski þjóðsöngur]