Ávallt viðbúnir

Ávallt viðbúnir
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Skátar eru yfir höfuð
ekki mikið inná krám.
Þeir nota frekar tímann til að
taka ketti niður úr trjám.

Hugsum til barnanna,
unglinga,
gamlingja.
Við gerum margt góðverkið,
sem göfgar mannkynið.

Við björgum fólki úr fjöllunum
og forðum því frá tröllunum.
Rjúpnaskyttum skjótum vér
skjólshúsi yfir, sem vera ber.

Hugsum til barnanna,
unglinga,
gamlingja.
Við gerum margt góðverkið,
sem göfgar mannkynið.

Svo leiðum við kellingar
þvert yfir göturnar.
Ávallt við erum til taks,
ef eitthvað skal gera strax.

Í klípu sjaldan komast skátar,
við kunnum ótal hjálpartrikk.
Allir skátakallar klárir
kunna vasapelastikk.

Hugsum til barnanna,
unglinga,
gamlingja.
Við gerum margt góðverkið,
sem göfgar mannkynið.

Við erum gætnir í umferðinni,
engum verðum að bana.
Skátar aka ávallt varlega
yfir gamlingjana.

Hugsum til barnanna,
unglinganna,
gamlinga.
Við gerum margt góðverkið
sem mannbætir mannfólkið.

Svo leiðum við blindingja
þvert fyrir bílana.
Ávallt við erum til taks,
ef eitthvað skal gera strax.

Þeim sem hjálpar þurfa við
þrautseigir við leggjum lið.
Fólki landsins forðum við
frá að hlusta á Stormskerið.

Hugsum til barnanna,
unglinga,
gamlingja.
Við gerum margt góðverkið,
sem göfgar mannkynið.

La  lala la la la…

[af plötunni Sverrir Stormsker – Glens er ekkert grín]