Paradís

Paradís
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Sumar, vetur, vor og haust
ég vinn en ekkert hlýt.
Já alla daga endalaust
ég ösla slor og skít.
Ó, ég vil fá mér nesti og nýja skó.
Af nepju hef ég fengið meir en nóg.

Já, það er ljóst á landi þessu
líður engum vel.
Hér er allt í einni klessu,
allir frjósa í hel.
Menn eiga ekki salt í grautinn sinn,
en salti í sárin stráir óstjórnin.

Paradís – í paradís mig fýsir,
paradís – já áður en ég frýs hér.
Paradís – mig langar burt.

Ég Svíum ann en svínum unni
til Svíþjóðar ég vil
að púla‘ í Volvoverksmiðjunni.
Vá, ég hlakka til.
Þeir Svíar sinna mjúku málunum
og muna að hlúa að sjúku sálunum.

Paradís – í paradís mig fýsir,
paradís – já áður en ég frýs hér.
Paradís – mig langar burt.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Glens er ekkert grín]