Þórsmerkurþrá
(Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Kristjana Unnur Valdimarsdóttir)
Í Þórsmörk, þar ég löngum vil dvelja.
Í Þórsmörk, þegar vorsólin rís.
Í Þórsmörk, birkið allt ilmar betur
eftir hann langa vetur.
Þar er mín paradís.
Í Þórsmörk, blágresið virðist fegurra.
Í Þórsmörk, hvergi er meiri ró.
Í Þórsmörk, sólgeisli jöklana baðar,
allt er þarna til staðar,
sem náttúran okkur bjó.
Í Þórsmörk, Valahnjúkurinn laðar.
Í Þórsmörk, lífsorku í mig dreg.
Í Þórsmörk, að hlusta á lækjarniðinn
og fjörugan fuglakliðinn er upplifun unaðsleg.
Í Þórsmörk, að hlusta á lækjarniðinn
og fjörugan fuglakliðinn er upplifun unaðsleg.
Í Þórsmörk, þar ég löngum vil dvelja.
Í Þórsmörk, þegar vorsólin rís.
Í Þórsmörk, birkið allt ilmar betur
eftir hann langa vetur.
Þar er mín paradís.
[af plötunni Karlakór Rangæinga, Ómar Diðriksson og Sveitasynir – Öðruvísi en áður]