Vor í Þórsmörk

Vor í Þórsmörk
(Lag / texti: Jón Þorsteinsson / Guðjón Helgason)

Vanga mína vermir
vorsins mildi blær.
Yfir fögrum fjöllum
fríður himinn tær.
Limið fer að laufgast
og litla blómið grær.

Og litlu skáldin ljúfu
sér lyfta grein af grein,
þau syngja‘ um ást og unað
öll nú fjarri mein.
Dalinn fagra dreymir þar döggin svalar ein.

Í mánans milda skini
ég man þig skógarrönd
er allt var ilmi blandið
um æskudrauma lönd.
Ég fell að fótum þínum
mig fjötra tryggða bönd.

[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]